22/11/2024

Strandagangan í blíðskaparveðri

Strandagangan fór fram á laugardaginn á Steingrímsfjarðar-heiði í blíðskaparveðri. Hiti var um frostmark og blankalogn. Flensa setti svip sinn á þátttökuna, en keppendur voru aðeins 43 talsins og er þetta því fámennasta Strandagangan frá upphafí, ásamt göngunni árið 2001. Úrslitin úr göngunni má finna á vef Skíðafélags Strandamanna undir liðnum úrslit móta.

Í 20 km göngunni kom hinn 55 ára gamli Magnús Eiríksson langfyrstur í mark og hlaut því Sigfúsarbikarinn að launum, en Sigfúsarbikarinn er sérstakur verðlaunagripur til minningar um Sigfús Ólafsson fv. héraðslækni Strandamanna og forvígismann á sviði skíðagöngu á Ströndum á síðari árum. 

Kaupfélag Steingrímsfjarðar gaf verðlaunagripi göngunnar og á vefsíðu sinni þakkar Skíðafélagið einnig starfsmönnum göngunnar fyrir vel unnin störf, konunum sem sáu um baksturinn fyrir frábært kaffihlaðborð og göngumönnum fyrir þátttökuna. Ingimundur Pálsson hafði myndavélina á lofti og smellti af meðfylgjandi myndum.

Strandagangan 2006 – ljósm. Ingimundur Pálsson