29/05/2024

Réttarkaffi í Sævangi á sunnudaginn

Réttað verður í Kirkjubólsrétt við Steingrímsfjörð á Ströndum sunnudaginn 17. september og byrjar fjörið kl. 14. Réttarstjóri er Reynir Björnsson í Miðdalsgröf. Sauðfjársetrið verður af þessu tilefni með réttarkaffi á sunnudaginn kl. 13-17. Verð fyrir kaffihlaðborð er kr. 1.800.- fyrir fullorðna, kr. 1.000 fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri.