16/06/2024

Strandagangan – allir með!

Sigvaldi skíðar inn á síðunaNú á laugardaginn verður Strandagangan haldin í 11. sinn. Þetta mót hefur verið að eflast með hverju árinu og nú sérstaklega er hugur í forsvarsmönnum Skíðafélags Strandamanna, en góður árangur á síðustu mótum er byr í seglin. Staðan í Íslandsgöngunni er þannig að Strandamenn eru í 5. sæti í keppni héraða en þó skammt á eftir fyrstu sveitum. Þar eru skoðaðir samtals gengnir kílómetrar. 

Hafa skíðagöngumenn á Ströndum hug á að vera í efsta sætinu eftir  heimagönguna og því þarf að virkja sem flesta sem skíðastaf geta valdið. Því er skorað á alla sem einhvern tíma hafa stigið á skíði að mæta í gönguna og ganga 1 km, 5 km, 10 km eða 20 km. Tíminn skiptir minna máli.

Nánari upplýsingar má fá á www.islandsgangan.tk. Ræst verður í gönguna kl. 13:30, en skráning fer fram á staðnum á milli kl. 12:00 og 13:20. Sá sem fyrstur er í 20 km göngunni hlýtur að launum veglegan farandbikar. Eftir göngu er öllum keppendum og starfsfólki boðið í veglegt kaffihlaðborð og verðlaunaafhendingu í Félagsheimilinu á Hólmavík á vegum Skíðafélags Strandamanna.

Heildarstaða í keppni héraðanna fer hér á eftir:

Hérað
1

2

3

4

5

Samt.

Sauðárkrókur
120

fr

65

185

Húsavík
60

fr

125

   
185

Ísafjörður
100

fr

80

180

Akureyri
60

fr

115

175

Strandir
80

fr

80

160

Siglufjörður
35

fr

35

70

Kópasker

10

   
10

Samtals
455

fr

510965