22/12/2024

Strandagangan á sunnudag

Stærsti skíðaviðburður ársins á Ströndum, sjálf Strandagangan, verður haldin á Steingrímsfjarðarheiði á sunnudaginn kemur. Keppni í 1 km göngu hefst kl. 12:20, en keppni í 5, 10 og 20 km göngu mun hefjast kl. 13:00. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið sigra@snerpa.is eða hringja í síma 451-3592. Í skráningunni þarf að koma fram nafn, fæðingarár, vegalengd og hérað sem keppt er fyrir. Nánari upplýsingar er að finna á sfstranda.blogcentral.is/ og strandagangan.blogcentral.is/.