14/09/2024

Stórtónleikar í Bragganum á Hólmavík


Föstudaginn 26. júlí eru sannkallaðir stórtónleikar í Bragganum á Hólmavík undir yfirskriftinni Þrjár klassískar og tveir prúðbúnir. Þær klassísku eru Signý Sæmundsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Björk Jónsdóttir en þær ætla að syngja nokkrar perlur Megasar, Gunnars Þórðarsonar og fleiri tónlistarmanna. Undir leika Bjarni Þór Jóhannesson á píanó og Gunnar Hrafnsson á bassa. Heyrst hefur að Megas sjálfur muni mæta á tónleikana á Hólmavík og troða upp á þeim. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.