22/12/2024

Strandagaldur gefur út þrjú ný póstkort

Strandagaldur hefur bætt við flóru póstkorta frá Ströndum en bæst hafa þrjú ný póstkort við þau sem áður hafa verið útgefin. Það eru póstkort með myndum frá Kotbýli kuklarans, bæði utan og innandyra og auk þess er eitt póstkort af Hólmavíkurkirkju baðaðri ljósum. Póstkortin verður hægt að nálgast á sýningum Galdrasýningar á Ströndum á Hólmavík og Bjarnarfirði og á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík. Stefnt er að enn frekari útgáfu á póstkortum með ljósmyndum af Ströndum á næstunni.