22/12/2024

Strandabyggð keppir við Fjarðabyggð 18. des.

strand4-akj

Gáfulegu gleðigjafarnir í keppnisliði Strandabyggðar sem komust í aðra umferð spurningaleiksins Útsvars eins og frægt er orðið, munu etja kappi við ógnarsterkt lið Fjarðabyggðar föstudaginn 18. desember. Í Strandabyggðarliðinu eru Þorbjörg Matthíasdóttir frá Húsavík, Sverrir Guðmundsson á Hólmavík og Arnar Snæberg Jónsson frá Steinadal. Mikil stemning er fyrir keppninni og telja Strandamenn fullvíst að sitt lið muni velgja Austfirðingum undir uggum, þótt sjálfsagt verði erfitt að knýja fram sigur, enda sjaldséð annað eins samansafn af snillingum og í þessum tveimur liðum. Meðfylgjandi mynd tók Andrea Kristín Jónsdóttir.