22/12/2024

Stórsveitin Grunntónn

Litlu jólin í Grunnskólanum á Hólmavík voru haldin í vikunni og spilaði stórhljómsveitin Grunntónn fyrir dansi á jólaballi á eftir. Sú ágætis hljómsveit hefur spilað jólalög á Litlu jólum skólans og jólatrésböllum á annan jóladag síðustu tvö ár. Hljómsveitin samanstendur af Stefaníu Sigurgeirsdóttur á píanó, Bjarna Ómari Haraldssyni sem syngur og spilar á bassagítar, trommuslagari er Ingibjörg Emilsdóttir, Ásdís Jónsdóttir leikur á harmonikku og Kristján Sigurðsson spilar á gítar og syngur. Einnig syngja söngdívurnar Ingibjörg Fossdal og Lára Guðrún Agnarsdóttir, auk þess sem Victor Örn Victorsson skólastjóri grípur af og til í bongótrommurnar.

Meðfylgjandi eru myndir af hljómsveitinni á æfingum og Litlu jólunum og kennurum að undirbúa hátíðina og skreyta salinn og er glatt á hjalla að vanda.

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir og Jón Jónsson