22/12/2024

Stóri jakinn á Steingrímsfirði

Laugardaginn 2. júlí komu tveir nýir bátar til Drangsness með klukkutíma millibili, annar frá Stykkishólmi og hinn frá Norðfirði. Verða þeir gerðir út frá Drangsnesi. Af því tilefni bauð Halldór Ármannsson, eigandi annars bátsins, fréttaritara strandir.saudfjarsetur.is og fleira fólki í siglingu út að borgarísjakanum sem dvalið hefur á Steingrímsfirði síðustu vikur og bíður Bryggjuhátíðar. Jakinn er á ca 80 metra dýpi og mjög tilkomumikill og glæsilegur þegar að er komið eins og myndirnar sýna.

Ljósm. Óskar Torfason