22/12/2024

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin  var haldin á Reykhólum 20. apríl. Þátttakendur voru frá fjórum skólum á Ströndum auk heimamanna. Keppendurnir voru tólf, fimm frá Reykhólaskóla, fimm frá Hólmavík, einn frá Drangsnesi og einn frá Finnbogastöðum. Úrslit urðu þau að í fyrsta sæti var Hrefna Jónsdóttir frá Reykhólum, Hekla Karen Steinarsdóttir frá Reykhólum var í öðru sæti og Silja Ingólfsdóttir frá Drangsnesi í því þriðja. 
 

Allir keppendur fengu bókagjöf frá Eddu, bókaforlagi og sigurvegararnir þrír fengu peningaverðlaun frá Sparisjóði Strandamanna. Það var mál manna að þarna hefði verið á ferðinni glæsilegur upplestur og nutu gestir að auki söngatriða sem nemendur úr Reykhólaskóla fluttu á milli atriða. Þá var glæsilegt veitingahlaðborð í boði foreldrafélags Reykhólaskóla til að setja punktinn yfir i-ið. 

Dómarar í keppninni voru Þórður Helgason frá Kennaraháskóla Íslands, Einar Örn Thorlacius, sveitastjóri á Reykhólum, Málfríður Vilbergsdóttir, fv. oddviti og Valgerður Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur.

Á myndinni eru frá vinstri: Hekla Karen Steinarsdóttir, Hrefna Jónsdóttir og Silja Ingólfsdóttir.