30/10/2024

Stór hluti aflaheimildar leigður

Í veftímaritinu bb.is kemur fram að Hólmvíkingar nýti einungis rúman helming úthlutaðs þorskkvóta til veiða á eigin skipum og bátum en í upphafi þessa fiskveiðiárs fengu skip og bátar á Hólmavík úthlutað samtals 498 tonnum af þorski, en hafa nú leigt 238 tonn burt eða tæp 48%. Ýsukvótann nýta þeir að mestu sjálfir en hann er tæp 126 tonn. Af 50 tonna ufsakvóta leigja Hólmvíkingar hins vegar burt 38 tonn og þeir leigja einnig burt allan rækjukvótann sem er um 70 tonn. Í frétt bb.is kemur einnig fram að í þessum tölum eru einungis þau skip og bátar sem nú eru skráð á Hólmavík.