22/12/2024

Steinhúsið opnar heimasíðu

Steinhúsið á Hólmavík sem var opnað sem gistihús í sumar hefur opnað vefsíðu.
Slóðin inn á nýju vefsíðuna er www.steinhusid.is og þar er að finna allar upplýsingar um húsið og
hvernig hægt er að nálgast gistingu þar. Einnig er að finna fjölda mynda á heimasíðunni af
gistiaðstöðunni. Steinhúsið er fyrsta steinsteypta húsið á Hólmavík, byggt árið
1911. Búið er að gera húsið upp í gamaldags stíl og er það aftur orðin
bæjarprýði á Hólmavík. Boðið er upp á gistingu í þremur íbúðum í húsinu sem
allar hafa sér inngang. Tvær íbúðanna eru nú þegar fullbúnar en verið er að
vinna í þeirri þriðju sem verður í kjallaranum.