22/12/2024

Steingrímsfjarðarheiði ófær

Leiðindaveður er nú á Steingrímsfjarðarheiði og víða á Ströndum og er heiðin sögð ófær á vef Vegagerðarinnar. Þar er vindur 18 m/s, 4 stiga frost og stórhríð. Mikil umferð hefur verið um Strandir í dag og gistihús um miðbik Stranda eru óðum að fyllast af fólki sem ætlaði sér lengra ef fært væri.