Atvinnu- og menningarsýningin Stefnumót á Ströndum verður opin alla daga frá kl. 13:00 – 17:00 fram til 15. september. Sýningin var opnuð laugardaginn 29. ágúst af forseta Íslands og miklu fjölmenni við hátíðlega athöfn. Strandamenn allt úr Hrútafirði,
yfir í Djúp og norður í
Ófeigsfjörð eru með sýningarbása og
kynna starfsemi sina. Sýningin Stefnumót á Ströndum verður opin
fram til 15. september. Þráðurinn verður svo
tekinn upp að nýju næsta sumar. Það eru Arnkatla 2008 og Þróunarsetrið á Hólmavík sem standa fyrir sýningunni sem er í Félagsheimilinu á Hólmavík.