04/10/2024

Starf forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða laust til umsóknar

Frá Vestfjarðakynningu á Vest Norden söluráðstefnuMarkaðsstofa Vestfjarða hefur auglýst laust starf forstöðumanns Markaðsstofunnar. Jón Páll Hreinsson hefur gegnt stöðunni undanfarin ár en hefur ákveðið að hefja störf á nýjum vettvangi. Stjórn Markaðsstofu Vestfjarða réð Talent Ráðningar til að halda utan um auglýsinga- og ráðningarferlið. Markaðsstofa Vestfjarða er sjálfseignarstofnun í eigu sveitarfélaganna á Vestfjörðum, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Hlutverk hennar er að kynna og markaðssetja Vestfirði fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum. Um er að ræða fullt starf fyrir metnaðarfullan einstakling með reynslu og þekkingu af markaðssetningu og ferðaþjónustu. Umsækjendur skulu sækja um starfið á heimasíðu Talent Ráðningar á slóðinni www.talent.is. Umsóknarfrestur er til 30. maí.