23/04/2024

Stálþil við hafskipabryggjuna á Hólmavík boðið út

Óskað hefur verið eftir tilboðum í framkvæmdir við hafskipabryggjuna á Hólmavík, en þar er um að ræða rekstur og frágang á 123 m löngu stálþili utan um núverandi bryggjuhaus. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. mars 2012. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2 í Kópavogi, frá og með þriðjudeginum 12. júlí 2011, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. júlí 2011 kl. 11.00.

Helstu magntölur í verkefninu eru þessar:
 
Rekstur stálþils – 98 plötur
Stálþilsfestirngar – 123 m
Fylling í þil – um 2.100 m3
Steyptur kantbiti – 12 m

Frá þessu er greint á vef Strandabyggðar – www.strandabyggd.is.