22/12/2024

Spjalltorgið virkt að nýju

Spjalltorgið á strandir.saudfjarsetur.is er nú orðið virkt að nýju og tengill inn á það í tenglastikunni hér fyrir ofan. Um leið opnast Samgöngutorgið, Ferðahornið, Smáauglýsingarnar og Hagyrðingahornið. Verður fróðlegt að sjá hvað menn hafa að segja á næstunni um ýmis málefni á spjallinu, en reikna má að sveitarstjórnarmál séu einhverjum ofarlega í huga nú um stundir þar sem kosningar nálgast. Ný innlegg í Strandamannaspjallið fara í biðstöðu þangað til einhver í ritnefnd vefjarins hleypir þeim í gegn, eins og verið hefur.

Þeim sem senda afmæliskveðjur á strandir.saudfjarsetur.is er bent á að litli pósttakkinn inni í hverri frétt eða afmæliskveðju virkar ekki sem skyldi og bréfin til okkar sem send eru í gegnum hann komast ekki alltaf til skila. Því er best að senda afmæliskveðjur beint á strandir@strandir.saudfjarsetur.is í gegnum póstforrit.