22/12/2024

Spilakvöld í Sævangi

Spilavist Sævangur

Spilakvöld verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð fimmtudagskvöldið 6. nóvember og hefst spilamennskan kl. 20:00. Að venju verður kaffidrykkja í hléi og er verð kr. 1.200,- fyrir 12 ára og eldri, 600,- fyrir yngri og eru þá veitingarnar innifaldar. Þá er framundan þriggja kvölda spilavist í Reykhólaskóla á Reykhólum fimmtudagana 13. nóvember, 27. nóvember og 4. desember. Strandamenn hafa á síðustu árum farið um víðan völl til að taka þátt í félagsvist í Reykhólarhreppi og Dölum, eftir að vegurinn um Arnkötludal varð að veruleika.