22/12/2024

Sparisjóður Strandamanna styrkir Tónskólann á Hólmavík

Eins og fram hefur komið áður hér á vefnum þá eru þrjár stúlkur frá Hólmavík, Agnes Björg, Anna Lena og Guðbjörg Júlía, að fara til Hole í Noregi, vinabæjar Hólmavíkur, sem fulltrúar Tónskólans á Hólmavík á norræna samspilsdaga og vígslu útisviðs í byrjun maí. Þær voru valdar úr hópi umsækjenda og munu dvelja fjóra daga í Noregi við tónlistariðkun. Ferðir sem þessi eru auðvitað nokkuð dýrar og því hefur Sparisjóður Strandamanna ákveðið að styrkja Tónskólann um 50.000 kr vegna ferðarinnar, en Sparisjóðurinn hefur lengi reynst bæði Grunnskólanum og Tónskólanum á Hólmavík vel þegar á þarf að halda.

Guðmundur B. Magnússon sparisjóðsstjóri færir stúlkunum og Bjarna Ómar Haraldsson tónlistarkennari og fararstjóri í ferðinni styrkinn.