25/12/2024

Sparisjóður Strandamanna hagnast

Vor á SparisjóðnumAðalfundur Sparisjóðs Strandamanna var haldinn í Sævangi í gærkvöld, fimmtudaginn 31. mars. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum kemur fram að hagnaður ársins 2004 var 109,9 milljónir króna og er hann að mestu kominn af verðbréfaeign sparisjóðsins, en gengishagnaður af veltubréfum var 108,3 milljónir króna. Hagnaður ársins svarar til þess að arðsemi eigin fjár Sparisjóðsins hafi verið 53,2%. Vaxtamunur var 4,8% en var 5,5% árið áður. Hlutfall rekstrarkostnaðar af hreinum rekstrartekjum var 23,6%.

Samkvæmt efnahagsreikningi sparisjóðsins hafa útlán dregist saman um 4,3% á milli ára og voru í árslok 411,2 milljónir króna. Innlán hafa aukist á milli ára um 16,1% og voru í árslok 345,7 milljónir króna. Eigið fé sparisjóðsins var í árslok um 314,9 milljónir en var 205,2 milljónir árið áður og hefur því aukist um 53,4% á milli ára. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD reglum er 27% en var 25,5% árið áður og má það ekki vera lægra en 8%.

Vor hjá Sparisjóðnum

Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum:
 
Tillögur um aukningu stofnfjár er skiptist á stofnfjáreigendur eftir eignarhluta:
a)       Endurmat stofnfjár skv. 66 gr. laga nr. 161/2002 verði 5% af stofnfjáreign.
b)       Endurmat stofnfjár m.v. vísitöluhækkun skv. 67 gr. laga nr. 161/2002 verði 3,9% af stofnfjáreign.
 
Tillaga um arðgreiðslur er skiptist á stofnfjáreigendur eftir eignarhluta: Arðgreiðslur 2005 verði 50% af stofnfjáreign eins og hún var 31. des. 2004. Arðurinn verður greiddur út 18. maí 2005.
 
Tillaga um þóknun til stjórnar sbr. 27. gr. samþykkta sparisjóðsins: Mánaðarleg þóknun til stjórnarmann verði kr. 15.000,- Formaður fái tvöfalt hærri þóknun. Þóknun til varamanna fyrir hvern setinn fund verði kr. 7.500,-
 
Tillaga um aukningu stofnfjár með áskrift nýrra stofnfjárhluta: Stofnfé Sparisjóðsins verði aukið um kr 2.299.934,- og fjöldi stofnfjárhluta tvöfaldaður.
*       Skv. 12 gr. samþykkta Sparisjóðsins skulu stofnfjáreigendur eiga rétt til þess að skrá sig fyrir auknu stofnfé í réttu hlutfalli við stofnfjáreign sína sbr. 5. gr. 
*       Engin sérréttindi fylgja hinum nýju hlutum og er atkvæðisréttur þeirra hinn sami og annarra hluta.
*       Stofnfjáreigendur skulu hafa nýtt sér forkaupsrétt sinn fyrir 17. maí 2005 með skriflegri tilkynningu, ella falli hann niður.
*       Stjórn Sparisjóðsins hefur heimild til að selja þá hluti sem óseldir kunna að verða eftir að forkaupsrétti stofnfjáreigenda lýkur. Heimild þessi gildir til næsta aðalfundar, árið 2006.
*       Greiðsla stofnfjárhluta skal vera 18. maí 2005.
*       Söluverð hvers hlutar er kr. 25.274,-
 
Á fundinum voru eftirtaldir kjörnir í stjórn Sparisjóðs Strandamanna: Björn Torfason, Sigurður Jónsson, Guðjón Sigurgeirsson, Þórður Sverrisson og Jenný Jensdóttir. Í varastjórn voru kjörnir: Þórólfur Guðfinnsson, Ingimundur Pálsson, Kristinn Sigurðsson, Bragi Guðbrandsson og Reynir Björnsson. Helgi F. Arnarson löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Endurskoðun hf. var kjörinn endurskoðandi Sparisjóðs Strandamanna.