26/12/2024

Sparisjóðsmótið í skíðagöngu á sunnudag

Sparisjóðsmót Skíðafélags Strandamanna í skíðagöngu verður haldið í Selárdal sunnudaginn 27. mars og hefst mótið kl. 11.00. Gengið er með frjálsri aðferð. Keppt verður í flokkum frá 6 ára og yngri og upp í 65 ára og eldri. Gönguvegalengdin er frá 1 kílómetra upp í 5. Þrír fyrstu í flokkum 16 ára og yngri fá verðlaunapening fyrir sæti og aðrir í þeim flokkum fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna.  Mótið er öllum opið.