22/12/2024

Söngleikurinn Friðarbarnið

Söngleikurinn Friðarbarnið verður sýnt á þremur stöðum á Ströndum á næstunni. Fyrsta sýning verður í Hólmavíkurkirkju kl. 17:00 laugardaginn 11. desember, önnur sýning í Árnesi í Trékyllisvík kl. 14:00 sunnudaginn 12. des. og loks á Drangsnesi mánudaginn 13. des. kl. 20:00.

Leikritið er sett upp af Hólmavíkurkirkju í samvinnu við Grunnskólann á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur. Leikstjóri er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, en leikarar eru einkum úr hópi væntanlegra fermingarbarna á næsta ári, víðs vegar af Ströndum, ásamt nokkrum eldri aðstoðarmönnum.