Þriðjudaginn 10. janúar fer fram hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon, en hún verður haldin í kjallara Grunnskólanum á Hólmavík. Allmörg og ólík tónlistaratriði verða framin og í kjölfarið mun dómnefnd velja þrjú atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés sem verður haldin á Súðavík föstudaginn 27. janúar. Þá fær siguratriðið farandgrip til varðveislu í eitt ár. Húsið opnar kl. 20:00 og allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 500 krónur, krakkar á grunnskólaaldri borga kr. 100 en börn í leikskóla fá frítt inn. Sjoppa nemendafélagsins verður að sjálfsögðu opin og mikið fjör í húsinu.