22/12/2024

Söngbræður skemmta á Hólmavík

Hólmavíkurkirkja

Karlakórinn Söngbræður heldur söngskemmtun í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 11. apríl 2014 og hefst dagskráin kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er  Viðar Guðmundsson tónlistarmaður og bóndi í Miðhúsum og meðleikari er Heimir Klemenzson. Miðaverð á tónleikana er kr. 3.000.- og frítt fyrir börn. Posi er á staðnum.