Töluvert hefur bætt í snjó síðasta sólarhringinn á Ströndum. Þegar Þórður Halldórsson skólabílstjóri úr Djúpinu fór um Steingrímsfjarðarheiði í morgun mætti hann snjóblásara sem vann að því að opna veginn og bílalest sem fylgdi í kjölfarið á Hestabeinahæð við Margrétarvatn. Þar sat flutningabíll fastur og hefur líklega gert það í nótt, því jafnan fara nokkrir slíkir um heiðina á kvöldin. Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði nær upp í 439 metra hæð yfir sjávarmál, en til samanburðar nær vegurinn um Veiðileysuháls norður í Árneshrepp aðeins upp í 220 metra, á Ennishálsi nær vegurinn í 290 metra og vegurinn um Arnkötludal nær í 369 metra hæð.
Mokstur á Steingrímsfjarðarheiði – ljósm. Þórður Halldórsson