22/12/2024

Snjó kyngdi niður – rafmagnslaust í Árneshreppi og Djúpi um tíma

snjor5

Óveður var á Ströndum frá fimmtudeginum 4. feb. og fram á föstudaginn með mikilli ofankomu. Klukkan 14:10 á föstudag datt veðrið síðan alveg niður við Steingrímsfjörðinn og ljómandi fallegt veður, sólskin og hiti tók við. Meðfylgjandi myndir eru teknar á föstudeginum eftir að veðrinu slotaði, en umtalsverður snjór er kominn víða á Ströndum. Rafmagn fór af Árneshreppi á föstudagsmorgun og kom aftur inn á fimmta tímanum. Ástæðan fyrir rafmagnsleysinu var selta og ísing. Rafmagn fór einnig af í Djúpinu og kom ekki aftur á fyrr en í nótt á nokkrum bæjum. Lína var slitin í Vatnsfirði og við Skarð í Skötufirði. Snjóhengjur hafa brotnað niður á nokkrum stöðum og snjóflóð farið af stað, en ekki vitað um neinar skemmdir eða slys.

snjor1 snjor2 snjor3 snjor4 snjor6 snjor7

Ljósm. Jón Jónsson / strandir.saudfjarsetur.is