30/10/2024

Snerpa hýsir strandir.saudfjarsetur.is

Nýtt útlit á strandir.saudfjarsetur.is var opnað formlega við opnun sýningarinnar Perlan Vestfirðir í dag. Þar er meðal annars að finna nokkrar nýjungar og ber þar mest á vídeóklippum af atburðum sem verða settar inn á vefinn öðru hverju. Jafnframt hefur hýsingin á vefnum verið flutt og er hann nú hýstur hjá netþjónustunni Snerpu á Ísafirði. Ætti vefurinn að verða léttari fyrir vikið og öryggið meira. strandir.saudfjarsetur.is verður í Perlunni alla helgina og sendir viðtöl og fréttir þaðan.

Ljósm. Dagrún Ósk