30/10/2024

Smári – Höski = 4-4

Það er óhætt að segja að í viðureign þeirra Smára Gunnarssonar og Höskuldar Birkis Erlingssonar í tippleik strandir.saudfjarsetur.is í gærkvöldi hafi verið afar spennandi. Spekingarnir skiptust á um að hafa forystu meðan á leikjunum stóð en þegar uppi var staðið var niðurstaðan jafntefli; fjögur stig gegn fjórum. Þeir Smári og Höski þurfa því að mætast aftur á næstu helgi en þá verður seðillinn alenskur á ný eftir landsleikja- og neðri deilda martröðina sem menn þurfta að tippa á fyrir helgina sem er að líða. Spár þeirra fyrir helgina má sjá með því að smella hér, en hér neðar má sjá úrslit leikja og hverjir þeirra voru réttir sem og stöðuna í leiknum, en þar hefur Jón Jónsson enn nokkuð örugga forystu:

Árangur tippara hingað til:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
3. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
4. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
5. Smári Gunnarsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
6-8. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
6-8. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
6-8. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
 
Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

HÖSKI

SMÁRI

1. Noregur – Tékkland

2

1

2

2. Sviss – Tyrkland

1

2

X

3. Spánn – Slóvakía

1

1

1

4. Argentína – England

2

1

1

5. Frakkland – Þýskaland

X

1

1

6. Holland – Ítalía

2

X

X

7. Skotland – Bandaríkin

X

X

2

8. Portúgal – Króatía

1

1

X

9. Hartlepool – Brentford

2

2

X

10. Bournemouth – Nott. For.

X

1

1

11. Walsall – Gillingham

1

X

1

12. Peterborough – L. Orient

X

2

2

13. Chester – Northampton

X

1

X

 

 

4 réttir

4 réttir