27/12/2024

Smalahundurinn Simbi kominn heim

Smalahundurinn Simbi sem hafði verið týndur síðan á föstudag skilaði sér sjálfur heim til sín að Broddanesi í morgun. Beið hann á tröppunum þegar dagur rann, heill á húfi. Simbi hefur ekkert gefið upp um afrek sín og ævintýri um helgina. Ekki er annað hægt en að láta sér það vel líka, fyrir mestu er að hann skilaði sér heim óskaddaður. Fagna því allir góðir menn.