22/11/2024

Smaladys, álagabrekka og eyðibýlið Baugastaðir

IMG_8467

Yfir háveturinn stendur Gönguklúbburinn Gunna fótalausa fyrir skammdegisgöngum í grennd við Hólmavík. Farið er í gönguferðirnar í hádeginu einu sinni í viku og er tilgangurinn að að fá fólk til að fara út og hreyfa sig á þeim stutta tíma meðan bjart er af degi. Í síðustu viku var rölt um Kálfanes og skoðaður Gvendarbrunnur hins góða, gamli bæjarhóllinn með brenninetlunni og margt fleira. Var sólin svo vinsamleg að láta sjá sig. Næsta ganga er á þriðjudaginn kl. 12:05 og er þá mæting við Víðidalsá. Ætlunin er að skoða smaladys og álagabrekku þar við bæinn og síðan rölta að eyðibýlinu Baugastöðum (eða Bugastöðum). Allir eru velkomnir og minnt á að auglýstar ferðir klúbbsins falla aldrei niður vegna veðurs, Gunnu sjálfri til heiðurs. Meðfylgjandi myndir eru úr göngunni um Kálfanes.

IMG_8422 IMG_8425 IMG_8437 IMG_8438 IMG_8441 IMG_8444 IMG_8447 IMG_8458

Skammdegisganga um Kálfanes – ljósm. Jón Jónsson