Urðartindur er nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu í Norðurfirði á Ströndum sem ætlar að bjóða upp á gistingu í sumarhúsi og smáhýsum, tjaldstæði og aðstöðu. Framkvæmdir við byggingu tveggja smáhýsa eru í fullum gangi og er stefnt er að opnun í júlí. Húsin eru 25 fermetrar að stærð, eitt herbergi og stofa með eldhúskrók og baði. Svefnaðstaða verður fyrir fjóra. Eldra sumarhús verður einnig leigt út, en þar er aðstaða fyrir 6-8 manns. Deiliskipulag fyrir jörðina gerir ráð fyrir 17 smáhýsum.
Þá er verið að standsetja tjaldsvæði og útbúin verður aðstaða í hlöðu með snyrtingum, grill- og nestisaðstöðu. Arinbjörn Bernharðsson húsasmíðameistari frá Norðurfirði hefur umsjón með verkinu.
Framkvæmdir í Norðurfirði – Ljósmyndir af síðu Urðartinds á Facebook.