05/11/2024

Sleðaferð og fjör á Ströndum

Krakkarnir og starfsfólkið í Grunnskólanum á Hólmavík kann að skemmta sér og í vikunni skellti allt liðið sér í sleðaferð. Renndi sér hver sem betur gat á snjóþotum og sleðum, brettum og plasti. Á meðan börn og fullorðnir fóru ótaldar salíbunur niður brekkuna frá Brennuhól ofan í hvamminn fyrir ofan bryggjuna. Lögregla var á staðnum, stýrði umferð og sá um að allt færi vel fram, auk þess að mæla hraðann á þeim sem hraðast fóru á sleðanum. Ljósmyndara strandir.saudfjarsetur.is reyndist nokkuð erfitt að ná góðum myndum, því allir voru á fleygiferð og ultu hver um annan þveran, í sólskinsskapi, en meðfylgjandi eru þó nokkrar svipmyndir.

0

bottom

frettamyndir/2011/640-snjogledi4.jpg

frettamyndir/2011/640-snjogledi6.jpg

frettamyndir/2011/640-snjogledi9.jpg

frettamyndir/2011/640-snjogledi7.jpg

frettamyndir/2011/640-snjogledi2.jpg

frettamyndir/2011/640-snjogledi1.jpg

Gleði í snjónum á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson