Sláttur er hafinn í Tungusveit við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Reynir Björnsson bóndi í Miðdalsgröf var í óðaönn að slá túnið á Kirkjubóli í dag og var hinn kátasti með sprettuna. Reynir reiknaði þó með að almennt myndu menn bíða eina eða tvær vikur til viðbótar áður en sláttur hæfist af fullum krafti.
Ljósm. Jón Jónsson