04/10/2024

Ódýrar tölvur fyrir Grunnskólann á Hólmavík

Á ruv.is kemur fram að sveitarstjórn Strandabyggðar keypti nýlega tölvur fyrir Grunnskólann á Hólmavík á mjög hagstæðum kjörum eða fyrir aðeins 35 þúsund stykkið. Um er að ræða lítið notaðar tölvur með nýjustu forritumsem höfðu verið keyptar fyrir ónefnda fjármálastofnun sem
hafði ekki lengur not fyrir þær. Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar segir sveitarfélagið hafa dottið í
lukkupottinn í samtali við ruv.is. Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík ályktaði á fundi sínum í haust um að mjög brýnt væri orðið að endurnýja tölvukost skólans.