22/12/2024

Slabb og hálka á Ströndum

640-slabb6

Strandamenn hafa fengið margvísleg sýnishorn af veðri í hausinn síðustu daga, eins og aðrir landsmenn. Í dag er rigning á köflum, hálka og slabb sem helst einkennir útivistina og vegir eru ýmist ófærir eða flughálir. Á stöku stað eru þó svellin farin að leysast upp og glittir í veginn. Snjómoksturskappar hafa nóg að iðja og voru í dag að hreinsa göturnar á Hólmavík og víða mátti líka sjá að búið var eða verið var að hreinsa frá niðurföllum svo leysingarvatnið kæmist sína leið. Þorrablót er á Hólmavík í kvöld og þeir sem á það ætla eru í óðaönn að festa mannbroddana á spariskóna.

640-slabb7 640-slabb9 640-slabb4 640-slabb3 640-slabb2 640-slabb1

Slabb á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson