23/12/2024

Skúli Gautason leikur Charlie Brown

Allra síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á ævintýraverkinu Þið munið hann Jörund sem er vel þekkt fyrir leikgleði og söng verður í kvöld í félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 20:00. Sýningin er hluti af dagskrá Hamingjudaga. Sigurður Atlason sem fór með eitt aðalhlutverkið í vetur er nú staddur í Noregi að skemmta galdraráðstefnugestum og funda um alþjóðlegt samstarf Strandagaldurs er fjarri góðu gamni. Í stað hans tekur enginn annar en leikstjórinn og atvinnuleikarinn Skúli Gautason að sér hlutverk flotaforsjóræningjans og stórkanónuskyttunnar Charlie Brown.


Hljómsveitin og aðrir leikarar verða á sínum stað og eru Strandamenn allir og gestir Hamingjudaga hvattir til að skella sér á leikinn.