21/11/2024

Skrímsli og sjóræningjar fengu hæstu framlögin

Menningarráð Vestfjarða úthlutaði styrkjum í fyrsta sinn á föstudaginn við hátíðlega athöfn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík. Alls voru veitt framlög til 52 verkefna, en umsóknir voru 104. Hæstu framlögin að upphæð 1,5 milljónir fengu fyrirhugað Skrímslasetur á Bíldudal og fyrirhugað Sjóræningjahús á Patreksfirði til hönnunar og uppsetninga sýninga. Nokkrir framlög komu til verkefna á Ströndum, þau hæstu voru milljón til Arnkötlu 2008 til markaðssetningar á menningartengdri ferðaþjónustu, 700 þús. til Ástu Þórisdóttir vegna Þúfu, handverks og minjagripa fyrir söfn og sýningar, 500 þús. til verkefnisins Tónleikur sem Grunnskólinn og Tónskólinn á Hólmavík standa að með Leikfélagi Hólmavíkur og 500 þús. til sumardagskrár Sauðfjársetursins.

Yfirlit um allar úthlutanir má nálgast á vef Menningarráðs Vestfjarða á slóðinni www.vestfirskmenning.is undir tenglinum Styrkir. Fram kom að aftur verður auglýst eftir styrkumsóknum í febrúar 2008.

Fólk í salnum

atburdir/2007/580-uthlutun4.jpg

atburdir/2007/580-styrkir1.jpg

atburdir/2007/580-styrkir3.jpg

0

bottom

580-uthlutun8.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson og Ester Sigfúsdóttir