30/10/2024

Skráningu á Bændahátíð lýkur á miðnætti í kvöld

dfSkráning á Bændahátíð og Þuklaraball Sauðfjárseturs á Ströndum sem fara á fram næsta laugardag í félagsheimilinu á Hólmavík er í fullum gangi, en síðasti möguleiki til að skrá sig til leiks er í dag, fimmtudaginn 20. ágúst. Að sögn Arnars S. Jónssonar, framkvæmdastjóra setursins, hefur skráningin farið fremur hægt af stað en hann vonast til að Eyjólfur hressist á síðustu metrunum. Skemmtiatriði verða frá Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði og tvíeykið Stefán Steinar Jónsson og Bjarni Ómar Haraldsson halda síðan uppi fjörinu langt fram eftir nóttu. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram með því að senda póst í netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is eða hringja í Arnar í síma 661-2009. Miðaverð er kr. 5.500.-