26/12/2024

Skötuveisla á Þorláksmessu

Nemendafélag Grunnskólans á Drangsnesi býður Strandamönnum öllum upp á vel þekktan og þjóðlegan rétt, þegar það stendur fyrir sinni árlegu skötuveislu á Þorláksmessu (næstkomandi föstudag, þann 23. des). Hefst borðhaldið kl. 18:00 og stendur til 20:00. Boðið verður upp á skötu og saltfisk. Hægt er að panta hjá formanni nemendafélagsins í síma 849-3320, en verðið er sem hér segir: Frítt fyrir 0-5 ára, 500 kr. fyrir 6-15 ára og 1.000.- kr fyrir 16 ára og eldri.