21/12/2024

Skötuveisla á Café Riis


Skötuveisla verður haldin á Café Riis í kvöld, föstudaginn 21. desember og hefst kl. 19:00. Á boðstólum verður vestfirsk skata, hamsar og hnoðaður, þrumari, siginn fiskur og selspik, reyktur selur, saltfiskur,kartöflur(ekki franskar) og ábrystir í eftirmat. Borðapantanir eru í símum 451-3567 og 897-9756.
Venjulega er vel mætt í skötuna á Riis og góð stemmning. Meðfylgjandi mynd er fengin á Facebook síðu Café Riis, þar sem er að finna myndir frá undirbúningnum sem stendur nú sem hæst.