30/10/2024

Skólaslit á Hólmavík

LokaræðanÁ fimmtudaginn var Grunnskólanum á Hólmavík slitið og við það tækifæri kvöddu fimm nemendur í 10. bekk skólann og halda nú í haust á vit nýrra ævintýra í fjarlægum sveitum þar sem framhaldsskóla er að finna. Í lokaræðu þeirra kom fram að fjörugt félagslíf og ferðalög settu svip á skólastarfið á Hólmavík og mörg skemmtileg verkefni og fólk hefðu orðið á vegi þeirra þessi ár sem þau hefðu verið í skólanum. Victor Örn Victorsson skólastjóri fjallaði einnig um kröftugt félagslíf og góðan anda í skólanum og gott samstarf við öflugan Tónskóla í sinni ræðu, og ræddi einnig um niðurskurð og sparnað sem þegar er hafinn.

Í máli Victors kom fram að 76 nemendur hefðu verið í skólanum síðasta vetur, en þeim myndi líklega fjölga í 87 þann næsta.

Nokkrir nemendur fengu viðurkenningar við skólaslitin. Trausti Rafn Björnsson, Sara Jóhannsdóttir og Anna Lena Viktorsdóttir fengu viðurkenningu fyrir virkni, dugnað, glaðværð og jákvæðni og sams konar viðurkenningu fékk Daníel Birgir Bjarnason í 10. bekk. Dagrún Kristinsdóttir í 8. bekk fékk verðlaun fyrir árangur og framfarir í Tónskólanum og Dagrún Ósk Jónsdóttir í 10. bekk fékk tvenn verðlaun fyrir námsárangur, annars vegar fyrir heildarárangur og hins vegar sérstök verðlaun fyrir námsárangur í dönsku.

1

1. og 2. bekkur

bottom

3. og 4. bekkur

Victor skólastjóri ætlar í ársleyfi til að sinna hestamennskunni

frettamyndir/2009/580-utskrift1.jpg

Þeir sem viðstaddir voru í hinum fjölmenna 5. bekk

frettamyndir/2009/580-utskrift2.jpg

Viðar Guðmundsson spilaði inngöngumarsinn

frettamyndir/2009/580-utskrift4.jpg

6. og 7. bekkur

frettamyndir/2009/580-utskrift5.jpg

8. bekkur

frettamyndir/2009/580-utskrift7.jpg

Dagrún Kristinsdóttir fær sérstaka viðurkenningu frá Tónskólanum

frettamyndir/2009/580-utskrift8.jpg

9. bekkur

frettamyndir/2009/580-utskrift10.jpg

Nemendur í Tónskólanum voru útskrifaðir við sama tækifæri. Mjög mikil þátttaka er í Tónskólanum og þrír kennarar.

frettamyndir/2009/580-utskrift11.jpg

Sara, Trausti Rafn og Anna Lena fengu viðurkenningar

10. bekkurinn kvaddi viðstadda og verður sárt saknað

Skólaslit 2009 á Hólmavík. Á myndirnar vantar allmarga. Sumir voru með leyfi og lagstir í ferðalög innanlands og aðrir voru farnir í vikuferð til Danmerkur í körfuboltaferð – ljósm. Jón Jónsson