30/10/2024

Skólahreystitæki tekin í notkun


Í dag var samkoma í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík þar sem Ungmennafélagið Geislinn afhenti tæki til að æfa Skólahreysti. Hægt er að æfa armbeygjur, upphífingar, dýfur og að hanga sem lengst á stöng. Einnig hafði verið sett upp þrautabraut í íþróttasalnum. Árný Huld Haraldsdóttir formaður Geislans afhenti tækin og síðan fengu allir sem vildu að prófa. Tímatökur og talningar voru til skemmtunar. Mikil gleði ríkti í salnum með þessa góðu gjöf og hugur í unga fólkinu að æfa sig sem mest og ná sem bestum árangri.

Hreysti

Árný Huld afhendir tækin, með henni er Hrafnhildur Sara Baldvinsdóttir

Hafrún Magnea Baldvinsdóttir, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Ingibjörg Emilsdóttir íþróttamaður Strandabyggðar

Viktor Gautason

2013frettir/645-hreysti3.jpg

Jón Örn Haraldsson sýndi góða takta í búningnum og sippaði hraðar en auga á festir

Júlíana Sverrisdóttir, Kristín Lilja Sverrisdóttir, Oddur Kári Ómarsson og Hrafnkatla Scheving

2013frettir/645-hreysti7.jpg

Sigfús Snævar Jónsson prílar í köðlunum

Á efstu myndinni er Jamison Ólafur Johnson og Róbert Máni Newton.

Skólahreysti á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson