Lega bilaði í vindhraðamæli Veðurstofu Íslands á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli á dögunum, eins og fram kemur á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is. Í dag kom síðan verkfræðingur frá Veðurstofunni með áætlunarfluginu og skipti um vindstefnu- og vindhraðamælana, en þessir mælar eru sambyggðir. Flugvélin beið á meðan farið var upp í staurinn og skipt um.