22/12/2024

Skíðamót á Þiðriksvallavatni

Á morgun, sunnudaginn 20. janúar klukkan 14:00, stendur til að halda skíðagöngumót á Þiðriksvallavatni á vegum Skíðafélags Strandamanna. Keppt er í öllum aldursflokkum og eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem skíðamót er haldið á þessum stað. Til stóð að halda mót upp á Steingrímsfjarðarheiði, en vegna þess að veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki alveg nógu hagstæð fyrir helgina var ákveðið að hafa mót á vatninu í staðinn. Vefur Skíðafélagsins er á slóðinni blog.central.is/sfstranda.