Um helgina byrjuðu skíðaæfingar vetrarins hjá Skíðafélagi Strandamanna. Að sögn Ragnars Bragasonar er stefnt á að hafa æfingar fyrir krakkana þrisvar í viku, á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum. Æfingarnar hefjast klukkan tvö fyrir 8 ára og yngri en klukkan þrjú fyrir eldri krakkana. Skíðafélagið hefur eitthvað af skíðum til útláns en skóna þurfa krakkarnir að leggja til sjálfir. Meðfylgjandi myndir tók fréttaritari í lok æfingarinnar í dag.