22/12/2024

Skemmtilegt fólk á ferð

Það er alltaf gaman að mæta dágóðum hóp af upprennandi Strandafólki á labbinu. Í vikunni hitti fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is börnin á leikskólanum Lækjarbrekku í gönguferð. Þau voru nú aldeilis til í að vera á mynd með fóstrunum sínum og veifuðu glaðlega í ljósmyndarann sem var gallalaus og blá af kulda, en harðákveðin í að láta ekki svona einstakt myndefni ganga sér úr greipum.

Leikskólabörn

holmavik/leikskolinn/580-leikskolaganga.jpg

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir