23/12/2024

Skemmtilegt bridgemót í Steinshúsi

bridge steinshús

Bráðskemmtilegt bridgemót var haldið af Bridgefélagi Hólmavíkur í Steinshúsi á Nauteyri á sunnudaginn. Keppt var í tvímenningi og voru 11 pör skráð til leiks. Dýrindis súpa var á boðstólum hjá Sigurði Sigurðssyni sem er vert á staðnum og góð verðlaun í boði sem Verkfærasalan og Restaurant Galdur á Hólmavík gáfu. Það voru Þorlákur Jónsson og Anna Guðrún Ívarsdóttir sem fóru með sigur af hólmi, en aðrir voru Ísfirðingarnir Guðni og Sigurður Óskarsson. Þriðju urðu síðan Ólafur Gunnarsson í Þurranesi í Saurbæ og Maríus Kárason á Hólmavík. Sunnudagurinn var síðasti opnunardagur hjá Steinshúsi í sumar.

bridge steinshús bridge steinshús bridge steinshús

Bridge í Steinshúsi – ljósm. Jón Jónsson