Ágætis mæting var á Barnamót Héraðssambands Strandamanna (HSS) sem haldið var í Sævangi seinnipartinn 18. ágúst í blíðskaparveðri. Keppt var í flokkum 12 ára og yngri og voru þátttakendur alls 35. Allir keppendur fengu þáttökuverðlaun og höfðu gaman af að spreyta sig í hlaupi, langstökki og hástökki, kúluvarpi, spjótkasti og boltakasti. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og smellti af nokkrum farsímamyndum.
Barnamót HSS – ljósm. Jón Jónsson