23/12/2024

Skemmtileg íþróttahátíð á Hólmavík

Í vikunni var haldin heilmikil íþróttahátíð á Hólmavík, þar sem krakkarnir í grunnskólanum buðu foreldrum sínum og aðstandendum að taka þátt í margvíslegum leikjum og þrautum. Capture the flag, Latabæjarleikur, kýló, handbolti og fótbolti voru á dagskránni og að lokum lærðu allir dans. Allt fór vel og prúðmannlega fram og hamingjan sveif yfir vötnunum. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina og smellti af nokkrum myndum.

0

bottom

frettamyndir/2012/640-ih8.jpg

frettamyndir/2012/640-ih6.jpg

frettamyndir/2012/640-ih4.jpg

frettamyndir/2012/640-ih2.jpg

Íþróttahátíð á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson