24/11/2024

Skemmdarverk, sinueldur og nagladekk

Umferð í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum gekk nokkuð vel í liðinni viku. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, útafakstur í Arnarfirði. Ekki varð slys, en talsverðar skemmdir á ökutæki. Á miðvikudag var tilkynnt um skemmdarverk á tjaldsvæðinu í Tungudal í Skutulsfirði. Þar hafði bifreið verkið ekið yfir gras við nýtt þjónustuhúsið og djúp hjólför eftir í grasinu. Ekki er vitað hver var að verki. Lögreglan vill koma því á framfæri að tími nagladekkja er liðinn og mega eigendur og umráðamenn bifreiða eiga von á sektum eftir 16. maí.

Sinueldur var kveiktur í Dufansdal í Arnarfirði sunnudaginn 8. maí. Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út og gekk greiðlega að slökkva. Litlu munaði að eldur kæmist í kjarrgróður á svæðinu. Óheimilt er að kveikja í sinu eftir 1. maí ár hvert. Vill lögregla biðja fólk að fara varlega með eld á víðavangi, þar sem gróður er þurr, því mikill skaði getur hlotist af ef óvarlega er farið.